Umhverfið

Birta lífeyrissjóður hefur sett sér markmið í umhverfismálum

Sjóðurinn hefur unnið að umbótum í umhverfismálum

Birta lífeyrissjóður tekur umhverfismál alvarlega og hefur sjálfbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi í daglegum rekstri sínum og við fjárfestingar.

Birta lífeyrissjóður hefur markað sér þá stefnu að auka þekkingu á umhverfisáhrifum starfsemi sinnar og leitast við að draga sem mest úr þeim. Markmiðið er að áhrif umhverfisvitundar birtist í daglegum rekstri sjóðsins, stjórnun hans, ákvörðunum og daglegum störfum starfsfólks. Jafnframt verði dregið úr rekstrarkostnaði sjóðsins.

Birta lífeyrissjóður er aðili að UNPRI, reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar þar sem áskilið er að taka skuli mið af umhverfis- og félagslegum þáttum og góðum stjórnarháttum við fjárfestingarákvarðanir (UFS-viðmið).