Ávöxtun og skipting eignasafns

Hrein eign samtryggingardeildar Birtu var 414.607 milljónir króna í árslok 2019 en 357.229 milljónir króna í árslok 2018 og hækkaði því á milli ára um 57.378 milljónir króna eða 16,1%. Iðgjaldagreiðslur til deildarinnar 2019 námu 18.011 milljónum króna. Á móti var greiddur lífeyrir að fjárhæð 11.752 milljónir króna. Nettóinnflæði til sjóðsins nam því 6.259 milljónum króna á árinu. Þá námu hreinar fjárfestingartekjur 51.786 milljónum króna. Nafnávöxtun samtryggingardeildar Birtu var 14,2% á árinu sem samsvarar 11,2% raunávöxtun.

Vöxtur eigna samtryggingardeildar

Á árinu 2019

Ávöxtun samtryggingardeildar 2019

Hrein nafnávöxtun
14,2%
Hrein raunávöxtun
11,2%
Fjöldi virkra sjóðfélaga
15.805
Árið 2019

Hlutfall helstu eignaflokka í árslok 2019

Skífuritið sýnir hlutfallslega skiptingu helstu eignaflokka samtryggingardeildar Birtu í árslok 2019. Hlutdeild verðbréfaeignar og innlána í erlendri mynt af heildareignum sjóðsins nam 31,94% í árslok 2019.

Nafn- og raunávöxtun helstu eignaflokka samtryggingardeildar Birtu 2019

Taflan sýnir nafn- og raunávöxtun helstu eignaflokka samtryggingardeildar á árinu 2019.

Nafnávöxtun Raunávöxtun
Skuldabréf með ábyrgð ríkissjóðs 8,3% 5,4%
Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga 7,1% 4,3%
Skuldabréf lánastofnana 7,5% 4,7%
Skuldabréf fyrirtækja 6,7% 4,0%
Fasteignaveðtryggð skuldabréf 5,6% 2,9%
Innlend hlutabréf 28,7% 25,4%
Erlend hlutabréf 29,9% 26,5%
Óhefðbundnar fjárfestingar 2,4% -0,2%

Samanburður eignaflokka 2018 og 2019

Taflan sýnir hlutfallslega skiptingu helstu eignaflokka samtryggingardeildar Birtu og fjárhæðir þeirra, annars vegar í árslok 2019 og hins vegar í árslok 2018.

Í árslok 2019 Í árslok 2018
Hlutfallsleg skipting Í milljónum kr. Hlutfallsleg skipting Í milljónum kr.
Innlán hjá fjármálastofnunum 2,0% 8.193 1,5% 5.104
Skuldabréf með ábyrgð ríkissjóðs 19,3% 79.241 23,8% 84.704
Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga 4,2% 17.066 4,3% 15.445
Skuldabréf lánastofnana 2,2% 9.226 3,4% 11.928
Skuldabréf fyrirtækja 7,1% 29.202 8,0% 28.186
Fasteignaveðtryggð skuldabréf 19,9% 81.738 18,9% 67.030
Innlend hlutabréf 14,4% 58.994 12,3% 43.930
Erlend hlutabréf 25,2% 103.401 21,9% 77.956
Óhefðbundnar fjárfestingar 5,8% 23.698 5,8% 20.774

Helstu eignaflokkar innlendra skuldabréfa

Skífuritið sýnir hvernig skuldabréfaeign Birtu skiptist í mismunandi eignaflokka í árslok 2019 en verðtryggingarhlutfall viðkomandi bréfa var um 87,6%.