- Lífeyrisþegar voru 14.568 í árslok 2019 og þeim fjölgaði á árinu um 5,6%.
- Á árinu 2019 hófu 1.389 sjóðfélagar töku eftirlaunalífeyris en 1.366 árið 2018.
- Lífeyrisgreiðslur samtryggingardeildar námu 11.634 milljónum króna árið 2019, sem er 10,9% aukning frá fyrra ári.
- Lífeyrisgreiðslur fylgja breytingum á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. Vísitalan hækkaði um 2,7% á árinu 2019.
- Lífeyrisbyrði sjóðsins, þ.e. lífeyrisgreiðslur í hlutfalli af iðgjaldagreiðslum, var 65,3% en 64,3% á árinu 2018.