Birta lífeyrissjóður býður sjóðfélögum sínum upp á bæði verðtryggð og óverðtryggð lán á mjög góðum kjörum. Veðhlutfall er allt að 65% af fasteignamati, verðmati eða kaupverði eignar, en frá 16. desember 2019 bættust við viðbótarlán upp að 75% veðsetningu vegna fyrstu kaupa. Fastir verðtryggðir vextir Birtu lífeyrissjóðs voru 3,60% í árslok 2019. Breytilegir verðtryggðir vextir voru 1,64% en breytilegir óverðtryggðir vextir 4,10%. Breytilegir verðtryggðir vextir eru endurskoðaðir á þriggja mánaða fresti og fylgja þróun vaxta á íbúðabréfum (HFF150444).
Breytilegir óverðtryggðir vextir fylgja þróun meginvaxta Seðlabanka Íslands og eru endurskoðaðir mánaðarlega. Sjóðfélagar hafa val um að endurgreiða lán sín með jöfnum afborgunum eða jöfnum greiðslum, mánaðarlega.
Lánstími er 5-40 ár, en 5-15 ár fyrir viðbótarlán vegna fyrstu kaupa. Lánsfjárhæð ákvarðast af veðrými, þó að lágmarki 1.000.000 kr. og að hámarki 40.000.000 kr. á einstakling, hjón eða sambúðaraðila.