Starfsemi

Meginhlutverk Birtu er að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum lífeyri.

Starfsemi sjóðsins

Birta lífeyrissjóður er fullgildur lífeyrissjóður og hefur starfsleyfi samkvæmt Seðlabanka Íslands

Starfsemi Birtu lífeyrissjóðs lýtur að móttöku, varðveislu og ávöxtun iðgjalda og greiðslu lífeyris. Sjóðurinn er starfræktur í þremur deildum: samtryggingardeild sem tekur við lögboðnum samningsbundnum iðgjöldum, samningsbundinni tilgreindri séreignardeild og séreignardeild. Fjárhagur deildanna er aðskilinn og þær bera ekki fjárhagslega ábyrgð hver á annarri. Rekstrarkostnaði er skipt milli deilda í hlutfalli við umfang hverrar deildar samkvæmt reglum sem stjórn sjóðsins setur.

Tryggingavernd og fjármálaþjónusta Birtu
Skyldusparnaður, séreignarsparnaður og sjóðfélagalán
Lífeyrir
  • Skyldusparnaður leggur grunn að lífinu eftir starfslok.
  • Skyldusparnaður veitir rétt til örorkulífeyris, makalífeyris og barnalífeyris.
  • 15.805 virkir sjóðfélagar árið 2019.
Séreign
  • Viðbót við lögbundinn lífeyrissparnað.
  • Eign sjóðfélaga sem erfist að fullu.
  • 2.305 virkir sjóðfélagar greiddu í séreignardeild árið 2019.
Lán
  • Þrjár tegundir lána, allt eftir því hvað hentar lántaka.
  • Viðbótarlán fyrir kaupendur fyrstu fasteigna.
  • 986 nýjar lánveitingar til sjóðfélaga árið 2019.
Fjöldi greiðandi og virkra sjóðfélaga
Tölur síðustu 5 ára
Samtryggingardeild 2019 2018 2017 2016 2015
Fjöldi virkra sjóðfélaga 15.805 16.284 15.882 15.927 14.808
Heildarfjöldi greiðandi sjóðfélaga 18.284 18.806 18.789 18.470 18.128
Fjöldi lífeyrisþega 14.568 13.789 12.944 12.058 11.797
Fjöldi sjóðfélaga 97.630 96.412 94.866 93.000 91.234
Verkefni okkar eru æði mörg. Sjóðfélagar koma til þess að fá aðstoð við lántöku, töku lífeyris, skil á iðgjöldum og fleira. Lífeyrissjóðurinn er mjög samkeppnishæfur á lánamarkaði og hefur lánsumsóknum fjölgað gífurlega hjá sjóðnum. Sjóðurinn hefur verið brautryðjandi í að sjálfvirknivæða umsóknarferli lána en núna sækja sjóðfélagar sjálfir um lán og gera greiðslumatið sjálfir eða forvinna það fyrir okkur. Þannig áttar fólk sig líka betur á eigin fjárhag og greiðslugetu. Við höfum dæmi um að umsækjendur breyti lánsumsókninni þegar þeir sjá stöðu sína svart á hvítu, stytti til dæmis lánstíma eða sæki um lægra lán. Það er auðvitað jákvætt.
Þóra Magnúsdóttir
Sérfræðingur lífeyrir/lánamál