Birta lífeyrissjóður er fullgildur lífeyrissjóður og hefur starfsleyfi samkvæmt Seðlabanka Íslands
Starfsemi Birtu lífeyrissjóðs lýtur að móttöku, varðveislu og ávöxtun iðgjalda og greiðslu lífeyris. Sjóðurinn er starfræktur í þremur deildum: samtryggingardeild sem tekur við lögboðnum samningsbundnum iðgjöldum, samningsbundinni tilgreindri séreignardeild og séreignardeild. Fjárhagur deildanna er aðskilinn og þær bera ekki fjárhagslega ábyrgð hver á annarri. Rekstrarkostnaði er skipt milli deilda í hlutfalli við umfang hverrar deildar samkvæmt reglum sem stjórn sjóðsins setur.
Samtryggingardeild | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 | 2015 |
---|---|---|---|---|---|
Fjöldi virkra sjóðfélaga | 15.805 | 16.284 | 15.882 | 15.927 | 14.808 |
Heildarfjöldi greiðandi sjóðfélaga | 18.284 | 18.806 | 18.789 | 18.470 | 18.128 |
Fjöldi lífeyrisþega | 14.568 | 13.789 | 12.944 | 12.058 | 11.797 |
Fjöldi sjóðfélaga | 97.630 | 96.412 | 94.866 | 93.000 | 91.234 |