Fjárfestingarstefna

Fjárfestingarstefna Birtu lífeyrissjóðs er mótuð í samræmi við reglugerð nr. 916/2009 með síðari breytingum um form og efni fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða. Stefnan er grundvölluð á 36. gr. laga um lífeyrissjóði með síðari breytingum og ákvörðuð af stjórn sjóðsins og fjárfestingaráði í samræmi við góða viðskiptahætti og með hliðsjón af innri reglum Birtu um fjárfestingar. Við mótun stefnunnar eru hagsmunir sjóðfélaga og ávöxtun á eignum sjóðsins, að teknu tilliti til áhættu, ávallt haft að leiðarljósi.

Samtryggingardeild og tilgreind séreignardeild

Fjárfestingarstefna samtryggingardeildar og deildar um tilgreinda séreign byggist á 36. gr. b laga nr. 129/1997.

Birta lífeyrissjóður er langtímafjárfestir og hagar fjárfestingum sínum samkvæmt því. Fjárfestingarstefnur samtryggingardeildar og tilgreindrar séreignardeildar sjóðsins er nánari útfærsla á hugmyndafræði sjóðsins við að ná fjárfestingarmarkmiðum sínum.

Stefna er sett fram í þeim tilgangi að ná eftirfarandi langtímamarkmiðum
  • Tryggja að sem mest jafnvægi ríki á milli eigna og skuldbindinga
  • Ná eins góðri ávöxtun og mögulegt er að teknu tilliti til áhættu og seljanleika eigna
  • Viðhalda nægilegri áhættudreifingu eigna
  • Tryggja öryggi eigna og varðveita verðgildi sjóðsins til langs tíma
  • Leggja áherslu á innra virði og langtíma raunvirðisaukningu
  • Leggja áherslu á langtímavæntingar og áhættuleiðrétta ávöxtun umfram sætaskipan í árangri til skamms tíma
Samtrygging
Markmið um eigna-samsetningu Efri vikmök Neðri vikmörk
Innlán í bönkum og sparisjóðum 1,0% 4,0% 0,0%
Ríkisvíxlar, ríkisskuldabréf og skuldabréf með ábyrgð ríkissjóðs 20,0% 27,0% 17,0%
Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga 4,0% 6,0% 2,0%
Skuldabréf lánastofnana 3,5% 7,0% 2,0%
Skuldabréf fyrirtækja 7,0% 12,0% 3,0%
Fasteignaveðtryggð skuldabréf 18,0% 23,0% 11,0%
Innlend hlutabréf 12,0% 16,0% 10,0%
Erlend hlutabréf 24,5% 33,5% 17,5%
Erlend skuldabréf 2,0% 4,0% 0,0%
Óhefðbundar fjárfestingar 8,0% 12,0% 4,0%
Samtals 100,0%
Þar af eignir í erlendum gjaldmiðli 35,0% 50,0% 25,0%

Tilgreind séreignardeild

Tilgreind séreignardeild býðst þeim sjóðfélögum sem eru aðilar að kjarasamningi ASÍ og SA frá 1. júlí 2017 þar sem viðkomandi gefst kostur á að ráðstafa að hluta eða öllu leyti iðgjaldi umfram 12% skylduframlag. Að svo stöddu er einungis ein sparnaðarleið í boði fyrir tilgreinda séreignardeildar en um er að ræða blandaða leið hlutabréfa og skuldabréfa.

Árið 2019
Markmið um eigna-samsetningu Efri vikmök Neðri vikmörk
Innlán í bönkum og sparisjóðum 25,0% 30,0% 20,0%
Ríkisvíxlar, ríkisskuldabréf og skuldabréf með ábyrgð ríkissjóðs 25,0% 35,0% 15,0%
Sértryggð skuldabréf 8,0% 12,0% 0,0%
Innlend hlutabréf 12,0% 15,0% 10,0%
Erlend hlutabréf 30,0% 35,0% 25,0%
Samtals 100,0%
Þar af eignir í erlendum gjaldmiðli 35,0% 40,0% 25,0%

Séreignardeild

Fjárfestingarstefna þessarar deildar byggist á 36. gr. b laga nr. 129/1997. Hjá Birtu er boðið upp á þrjár mismunandi sparnaðarleiðir sem sjóðfélagar geta nýtt sér. Við val á sparnaðarleið er skynsamlegt að taka mið af aldri, eignastöðu og viðhorfi til áhættu auk þess sem sérstakar aðstæður hvers og eins geta skipt máli.

Innlánsleið

Innlánsleiðin er öruggasta sparnaðarleið Birtu. Hún er ávöxtuð að mestu leyti á verðtryggðum innlánsreikningum bankastofnana. Leiðin hentar þeim vel sem vilja öryggi þar sem höfuðstóllinn heldur verðgildi sínu en vextirnir eru breytilegir og að jafnaði þeir hæstu sem bjóðast á bundnum innlánum á hverjum tíma.

Árið 2019
Markmið um eigna-samsetningu Efri vikmök Neðri vikmörk
Innlán í bönkum og sparisjóðum 100,0% 100,0% 100,0%
Samtals 100,0%
Þar af eignir í erlendum gjaldmiðli 0,0% 0,0% 0,0%
Skuldabréfaleið

Í skuldabréfaleiðinni er lögð áhersla á verðtryggð skuldabréf sem að jafnaði gefa góða og stöðuga ávöxtun til lengri tíma. Útgefendur skuldabréfanna eru að miklu leyti ríki og sveitarfélög. Í skuldabréfum felast loforð um fastar greiðslur í framtíðinni en ávöxtunin stjórnast af markaðsvöxtum bréfa sem keypt eru inn í skuldabréfasafnið. Þetta þýðir að miklar og snöggar breytingar á ávöxtunarkröfu á markaði geta leitt tímabundið til sveiflna í ávöxtun þessarar sparnaðarleiðar

Árið 2019
Markmið um eigna-samsetningu Efri vikmök Neðri vikmörk
Innlán í bönkum og sparisjóðum 1,0% 10,0% 0,0%
Ríkisvíxlar, ríkisskuldabréf og skuldabréf með ábyrgð ríkissjóðs 50,0% 60,0% 40,0%
Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga 13,0% 14,0% 10,0%
Skuldabréf lánastofnana 9,0% 12,0% 0,0%
Skuldabréf fyrirtækja 10,0% 17,0% 4,0%
Fasteignaveðtryggð skuldabréf 17,0% 25,0% 15,0%
Samtals 100,0%
Þar af eignir í erlendum gjaldmiðli 0,0% 15,0% 0,0%
Blönduð leið

Blandaða leiðin fylgir sambærilegri stefnu í fjárfestingum og samtryggingardeild Birtu, þ.e. blöndu af hlutabréfum og skuldabréfum að því undanskildu að hlutabréfahluti leiðarinnar er eingöngu á skráðum mörkuðum.

Árið 2019
Markmið um eigna-samsetningu Efri vikmök Neðri vikmörk
Innlán í bönkum og sparisjóðum 1,0% 4,0% 0,0%
Ríkisvíxlar, ríkisskuldabréf og skuldabréf með ábyrgð ríkissjóðs 23,0% 34,0% 14,0%
Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga 3,0% 6,0% 0,0%
Skuldabréf lánastofnana 7,0% 10,0% 4,0%
Skuldabréf fyrirtækja 9,0% 16,0% 2,0%
Fasteignaveðtryggð skuldabréf 2,0% 6,0% 0,0%
Innlend hlutabréf 12,0% 20,0% 10,0%
Erlend hlutabréf 35,0% 43,0% 35,0%
Erlend skuldabréf 8,0% 8,0% 0,0%
Samtals 100,0%
Þar af eignir í erlendum gjaldmiðli 45,0% 55,0% 36,0%
Starf mitt hjá sjóðnum er nokkuð fjölbreytt. Ásamt samtryggingunni rekur Birta þrjár séreignarleiðir og eina leið tilgreindrar séreignar, en sérhver þessara fjárfestingaleiða hefur sína eigin fjárfestingarstefnu sem þarf að fara eftir og huga þarf að. Mitt hlutverk felur meðal annars í sér greiningar á fjárfestingarkostum ásamt eftirfylgni með fjárfestingum sjóðsins. Þeirri eftirfylgni fylgir þó nokkur fundarseta með innlendum sem og erlendum markaðsaðilum.
Stefán Birgisson
Eignastýring