Birtu skógur

Samningur Birtu lífeyrissjóðs og Skógræktarinnar kveður á um að í Haukadal verði gróðursettar alls 7.500 trjáplöntur fyrir árslok 2020.

Birtu skógur verður til á Haukadalsheiði

Samningur Birtu við skógræktina

Skógrækt á þremur hekturum lands í Haukadal er lykill að því að gera Birtu kolefnisjákvæðan lífeyrissjóð. Birta hefur nú þegar gróðursett 5.000 trjáplöntur og Skógræktin bætir við 2.500 plöntum í reitinn sumarið 2020.

Kolefnisbindingin og kolefnisforði í trjám, botngróðri og jarðvegi í Birtureitnum á Haukadalsheiði verður eign sjóðsins til ársins 2068.

Starfsfólk Birtu tekur þátt í gróðursetningu

Hópur starfsmanna Birtu lífeyrissjóðs gróðursetti í ágúst 2019 alls 1.800 trjáplöntur á Haukadalsheiði í samræmi við þriggja ára samning við Skógræktina um skógrækt þar á þremur hekturum lands.

Starfsfólk tekur þátt í að kolefnisjafna sjóðinn

Mikilvægur liður í reglulegri fræðslu starfsmanna

Skógræktin í Haukadal er sýnileg ráðstöfun og markvisst framtak til að ná markmiðum Birtu í umhverfis- og loftlagsmálum. Mikilsverð eru líka hin huglægu áhrif verkefnisins. Starfsmenn sjóðsins tóku þátt í að gróðursetja trjáplöntur undir styrkri stjórn starfsmanna Skógræktarinnar, tileinkuðu sér verklagið og fræddust í góðum hópi um skógrækt sem slíka og samspil skógræktar, kolefnisbindingar, landnotkunar og loftslagsmála. Verkefnið stuðlar því beinlínis að umhverfisvitund og áhuga fyrir að vernda umhverfið til lofts, lands og sjávar.

Starfsmenn Birtu og fjölskyldur þeirra munu næstu áratugina fylgjast með skóginum vaxa og dafna í Haukadal, á landi sem áður var gróðursnautt að miklu leyti.

7.500 tré í Birtuskógi á Haukadalsheiði